FLUGVÉLAELDSNEYTI kom til landsins á nýjan leik um helgina en í febrúar kom í ljós að mikið magn af slíku bensíni reyndist ekki uppfylla lágmarksgæðakröfur um uppgufunarþrýsting og var notkun hluta þess því bönnuð um tíma.

FLUGVÉLAELDSNEYTI kom til landsins á nýjan leik um helgina en í febrúar kom í ljós að mikið magn af slíku bensíni reyndist ekki uppfylla lágmarksgæðakröfur um uppgufunarþrýsting og var notkun hluta þess því bönnuð um tíma.

Samúel Guðmundsson, framkvæmdastjóri fjárfestinga- og áhættusviðs Olís, sagði að ekki stæði til að breyta því hvernig geymslu á eldsneytinu væri háttað. Hann sagði eldsneytið koma til landsins á 12-18 mánaða fresti, eða eftir eftirspurn.

Lúðvík Björgvinsson, forstöðumaður innlendrar sölu og tækniþjónustu hjá Skeljungi, sagði að fyrirtækið hefði átt nóg af flugvélaeldsneyti til að leysa allar brýnustu þarfir.