*MASSIMO Moratti, forseti Inter í Mílanó, sagði í gær að það væri ekki rétt að Inter væri tilbúið að kaupa David Beckham frá Manchester United.
*MASSIMO Moratti, forseti Inter í Mílanó, sagði í gær að það væri ekki rétt að Inter væri tilbúið að kaupa David Beckham frá Manchester United. Heldur væri sá orðrómður að hann hafi hitt Victoria, eiginkonu Beckham, til að ræða við hana um komu þeirra hjóna til Ítalíu, rangur.

* NORSKA knattspyrnuliðið Lyn , sem Teitur Þórðarson þjálfar og Helgi Sigurðsson og Jóhann B. Guðmundsson leika með, hefur ákveðið að leika heimaleiki sína á hinum fræga Bislett- leikvangi í stað Ullevaal þar sem liðið hefur leikið heimaleiki sína undanfarin 70 ár en Ullevaal er þjóðarleikvangur Norðmanna og landsliðið leikur þar sína leiki. Há vallarleiga er ástæða þess að Lyn hefur ákveðið að yfirgefa Ullevaal .

* ÓLAFUR Stefánsson er í 15. sæti á listanum yfir markahæstu leikmenn í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Ólafur hefur skorað 126 mörk fyrir Magdeburg og markahæsti leikmaður liðsins á leiktíðinni en næstur á eftir honum er Frakkinn Joel Abati með 118 mörk. Danski landsliðsmaðurinn Lars Christiansen , Flensburg , er markahæstur í deildinni með 212 mörk, Kórerumaðurinn Kyung-Shin Yoon hjá Gummersbach er annar með 187 mörk og Jan Filip , Nordhorn , þriðji með 176.

* EINAR Karl Hjartarson , Íslandsmeistari í hástökki, hafnaði í 17. sæti í hástökki á bandaríska háskólameistaramótinu í frjálsíþróttum innanhúss sem fram fór í Fayetteville í Arkansas um helgina. Einar stökk 2,09 m og var nokkuð frá sínu besta, en Íslandsmet hans í hástökki innanhúss er 2,28.

* CHRIS Iwelumo leikur að öllum líkindum ekki meira með Stoke á leiktíðinni. Þessi 24 ára gamli framherji meiddist á hné í leiknum við Sheffield United um helgina auk þess sem hann á við meiðsl að stríða í mjöðm.

* THOMAS Sørensen , landsliðsmarkvörður Dana í knattspyrnu, er á meðal þeirra leikmanna sem settir verða á sölulista í vor falli Sunder land úr ensku úrvalsdeildinni eins og flest bendir til. Félagið ætlar að selja nokkra leikmenn til að skera niður kostnað en það verður af miklum tekjum við fall úr úrvalsdeildinni, einkum vegna minni tekna af sölu sjónvarpsréttar frá kappleikjum.

* AÐRIR leikmenn Sunderland sem reynt verður að selja eru m.a. Kevin Phillips , Claudio Reyna og Emerson Thome .

* PATRICK Vieira verður klár í slaginn með Arsenal gegn Valencia í Meistaradeildinni annað kvöld, en hans var sárt saknað er Arsenal lék við Blackburn á laugardaginn.