Ferenc Madl, forseti Ungverjalands, tók á móti Ólafi Ragnari Grímssyni í gær með heiðursverði á Szent-György-torginu í Búdapest.
Ferenc Madl, forseti Ungverjalands, tók á móti Ólafi Ragnari Grímssyni í gær með heiðursverði á Szent-György-torginu í Búdapest.
OPINBER heimsókn Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, og fylgdarliðs til Ungverjalands hófst í gær þegar forseti Ungverjalands, Ferenc Mádl, tók á móti honum með heiðursverði á Szent-György torginu í Búdapest.

OPINBER heimsókn Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, og fylgdarliðs til Ungverjalands hófst í gær þegar forseti Ungverjalands, Ferenc Mádl, tók á móti honum með heiðursverði á Szent-György torginu í Búdapest. Ólafur snæddi síðan hátíðarkvöldverð í boði forsetans eftir að hafa átt fund með forsætisráðherra landsins, Péter Medgyessy.

Ólafur telur í samtali við Morgunblaðið að heimsóknin skili árangri fyrir viðskiptahagsmuni Íslendinga í Ungverjalandi og einnig fyrir aukin tengsl landanna á alþjóðavettvangi.

Yfirvofandi stríð í Írak kom m.a. til umræðu á fundi með Medgyessy og að sögn Ólafs ætla Ungverjar ekki að verða aðilar að því stríði. Ólafur segist ætla að halda áfram för sinni þó að stríðsátök brjótist út, en í dag fer hann í opinbera heimsókn til Slóveníu. Hann segir það gagnlegt og upplýsandi fyrir íslensku sendinefndina að heyra sjónarmið og afstöðu fulltrúa Ungverja og Slóvena gagnvart stríðsrekstri.