Gengi hlutabréfa í kauphöllum í Evrópu og Bandaríkjunum hækkaði í gær þar sem fjárfestar vona að óvissunni í Íraksmálinu sé að ljúka og að stríðið verði stutt. Bandaríska hlutabréfavísitalan Dow Jones hækkaði um 3,6% og Nasdaq-vísitalan um tæp 3,9%.

Gengi hlutabréfa í kauphöllum í Evrópu og Bandaríkjunum hækkaði í gær þar sem fjárfestar vona að óvissunni í Íraksmálinu sé að ljúka og að stríðið verði stutt. Bandaríska hlutabréfavísitalan Dow Jones hækkaði um 3,6% og Nasdaq-vísitalan um tæp 3,9%.

Gengi Bandaríkjadollars hækkaði gagnvart evrunni og japanska jeninu og Brent-hráolía úr Norðursjó lækkaði um 83 sent í 29,30 dollara á fatið.