EKKI liggur nákvæmlega fyrir hversu margir Íslendingar eru staddir í nágrenni við hugsanleg átakasvæði, en utanríkisráðuneytið vinnur nú að því að taka saman lista yfir þá.

EKKI liggur nákvæmlega fyrir hversu margir Íslendingar eru staddir í nágrenni við hugsanleg átakasvæði, en utanríkisráðuneytið vinnur nú að því að taka saman lista yfir þá.

Stefanía Reinhardsdóttir Khalifeh, aðalræðismaður Íslands í Jórdaníu, telur að þeir geti verið yfir 20. "Hér í Jórdaníu eru fjórtán Íslendingar og ég held að það séu þrír eða fjórir Íslendingar í Kúveit, svo eru Íslendingar í Katar, Kairó í Egyptalandi og Oman," segir Stefanía.

Nokkrir tugir Íslendinga hafa verið að störfum í pílagrímaflugi á vegum Atlanta á svæðinu. Munu þeir flestir vera farnir þaðan eða að undirbúa brottför.