Því minni sem takkarnir eru á símum því erfiðara er að nota þá sem eykur líkurnar á hnjaski.
Því minni sem takkarnir eru á símum því erfiðara er að nota þá sem eykur líkurnar á hnjaski.
SAMTÖK breskra hnykkjara vara við meiðslum vegna sendingar SMS-skilaboða á heimasíðu sinni, www.chiropractic-uk.co.uk. Viðvarandi ásláttur á stjórnborð farsíma vegna skilaboða er sagður með tímanum auka líkurnar á tognun og meiðslum.

SAMTÖK breskra hnykkjara vara við meiðslum vegna sendingar SMS-skilaboða á heimasíðu sinni, www.chiropractic-uk.co.uk. Viðvarandi ásláttur á stjórnborð farsíma vegna skilaboða er sagður með tímanum auka líkurnar á tognun og meiðslum.

Hermt er að 45 milljónir SMS-boða séu sendar í Bretlandi á degi hverjum, tíu milljónir í Sviss og átta milljónir í Austurríki. Þjóðverjar sendi 80 milljónir textaskilaboða á dag.

"Farsímar verða sífellt minni og bil milli takka á stjórnborðinu minna sem því nemur. Því minni sem takkarnir eru því erfiðara er að nota þá, sem eykur líkurnar á hnjaski," er haft eftir Matthew Bennett, talsmanni breskra hnykkjara.

Símafyrirtækið Virgin Mobile hefur brugðist við ábendingum félagsins með því að kenna notendum handaæfingar á Netinu.

Æfingunum er ætlað að örva blóðrás í höndum og fingrum og eru þær jafnframt sagðar gagnast þeim sem eyða miklum tíma í tölvuleiki.