Listakonurnar Didda Leaman og Inga Þórey Jóhannsdóttir opnuðu sýningu í Galleríi Skugga um helgina.
Listakonurnar Didda Leaman og Inga Þórey Jóhannsdóttir opnuðu sýningu í Galleríi Skugga um helgina.
SÝNING Diddu Leaman og Ingu Þóreyjar Jóhannsdóttur var opnuð í Gallerí Skugga við Hverfisgötu um helgina. Þar mátti sjá nýja sýn á borgarkort af London og dýnur í óhefðbundnu formi.

SÝNING Diddu Leaman og Ingu Þóreyjar Jóhannsdóttur var opnuð í Gallerí Skugga við Hverfisgötu um helgina. Þar mátti sjá nýja sýn á borgarkort af London og dýnur í óhefðbundnu formi.

"Í verkum sínum fjalla þær um samband hugtakanna yfirborð og umhverfi. Rúmdýnur/týpógrafía og borgarskipulag eru hluti innsetningar listamannanna sem vísar til hins líkamlega og andlega; hugrenningatengsla sem kvikna við sjónræna upplifun og samspil texta og mynda," segir í tilkynningu.

Niðri mátti síðan hlusta á upptöku úr neðanjarðarlest í London, loka augunum og fara í ferðalag milli Kings Cross og Knights Bridge.

Sýning Diddu og Ingu Þóreyjar stendur til 30. mars. Gallerí Skuggi er opið alla daga nema mánudaga kl. 13-17. Aðgangur er ókeypis.