DÁVALDURINN Paul Royter er væntanlegur hingað til lands og mun skemmta um land allt frá og með 25. mars er hann treður upp í Stapanum, Keflavík. Royter er búinn að vera í þessum bransa í þrjátíu ár.
DÁVALDURINN Paul Royter er væntanlegur hingað til lands og mun skemmta um land allt frá og með 25. mars er hann treður upp í Stapanum, Keflavík. Royter er búinn að vera í þessum bransa í þrjátíu ár. Hann lærði við American Institute of Hypnosis í Irvine í Kaliforníu og hefur ferðast í öll heimsins horn með sýningu sína. Þar fær hann fólk úr salnum upp á svið til sín og með krafti dáleiðslunnar fær hann það til að fremja alls kyns hundakúnstir. Miðaverð er 1900 kr. og fer sala fram við þjónustuborð Smáralindar. Auk þess að koma fram í Stapanum verður Dávaldurinn í Vetrargarði Smáralindar 26. mars, Sjallanum Akureyri 27. mars, Hótel Húsavík 28. mars, á Sauðárkróki 29. mars, Hótel Valaskjálf, Egilsstöðum 30. mars, Íþróttahúsinu á Ísafirði 31. mars, á Ólafsvík 1. apríl, aftur í Vetrargarðinum 2. og 3. apríl og svo loks í Vestmannaeyjum, 4. apríl.