"ÞETTA er býsna góður árangur og ánægjulegt að sjá að hlutfall barna með fötlun hefur ekki aukist með meiri lífslíkum eins og margir voru hræddir um," segir Ingibjörg Georgsdóttir, sérfræðingur í barnalækningum og nýburalækningum.
"ÞETTA er býsna góður árangur og ánægjulegt að sjá að hlutfall barna með fötlun hefur ekki aukist með meiri lífslíkum eins og margir voru hræddir um," segir Ingibjörg Georgsdóttir, sérfræðingur í barnalækningum og nýburalækningum. "Afdrifaríkust er líklega notkun lyfsins Surfactant sem byrjað var að nota haustið 1990 og er sett í lungu fyrirbura með glærhimnusjúkdóm." Hún segir mjög ánægjulegt að sjá þessar tölur og nú séu þær svipaðar á Íslandi og í nágrannalöndunum. Áður fyrr hafi lífslíkur verið heldur minni hér en í sambærilegum löndum. Ingibjörg bendir á að þetta séu einungis fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar sem nú séu birtar.