NÆSTUM tvö þúsund danskir múslimar báðu fyrir friði í Írak á ráðhústorginu í Kaupmannahöfn í gær. "Við biðjumst venjulega ekki fyrir utandyra á föstudögum," sagði Imam Fatih Alev við þá sem komnir voru saman á torginu.
NÆSTUM tvö þúsund danskir múslimar báðu fyrir friði í Írak á ráðhústorginu í Kaupmannahöfn í gær. "Við biðjumst venjulega ekki fyrir utandyra á föstudögum," sagði Imam Fatih Alev við þá sem komnir voru saman á torginu. "En staðan í Írak er svo alvarleg að við verðum að sýna samstöðu okkar [með fólkinu þar]."

Bænastundin stóð í um klukkustund og fór vel fram, að sögn lögreglunnar. Þetta er í fyrsta skipti sem múslimar halda bænastund á Ráðhústorginu en um 3% Dana eru múslimatrúar.