Í ritstjórnargrein í nýjasta hefti Læknablaðsins er mælt gegn þeirri hugmynd að kannabis verði hugsanlega notað sem lyf, en greinina ritar Vilhjálmur Rafnsson prófessor við Háskóla Íslands.
Í ritstjórnargrein í nýjasta hefti Læknablaðsins er mælt gegn þeirri hugmynd að kannabis verði hugsanlega notað sem lyf, en greinina ritar Vilhjálmur Rafnsson prófessor við Háskóla Íslands. Þar kemur fram að nokkur umræða hafi átt sér stað um málið en að niðurstöður samanburðarrannsókna þar sem reynt sé aðkanna hvort kannabisefni geti verið áhrifarík og örugg verkjameðferð, mæli ekki með notkun þess. "Kannabisefnin voru ekki áhrifameiri en kódein gegn verkjum og þau höfðu slævandi áhrif á miðtaugakerfið," segir í greininni.

Bent er á að vísbendingar séu um að neysla kannabis tengist geðröskunum, leiði síðar til þunglyndis og valdi sjálfsmorðshugleiðingum, almennri vansæld og kvíða. Þá hafi niðurstöður nýlegra rannsókna sýnt að kannabisreykingar valdi eiturverkun á erfðaefni og framkalli þannig krabbamein.