Victoria Clarke
Victoria Clarke
HERLIÐ Íraka felur vopn af öllu tagi í skólum og á sjúkrahúsum, eftir því sem talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins fullyrti á blaðamannafundi í gær.
HERLIÐ Íraka felur vopn af öllu tagi í skólum og á sjúkrahúsum, eftir því sem talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins fullyrti á blaðamannafundi í gær.

"Við verðum síendurtekið vör við að óvinurinn komi vopnabúnaði fyrir í og við skóla, sjúkrahús, moskur, íbúðarhús og sendiráðsbyggingar, augljóslega í von um að geta kennt herafla bandamanna um allt mannfall sem kann að verða í röðum óbreyttra borgara," sagði talsmaðurinn, Victoria Clarke.

Hún sagði að "bókstaflega í tugum kennslustofa finna hermenn bandamanna enn sprengjur í sprengjuvörpur, skotsprengjur og jarðsprengjur."

Sagði Clarke vel hugsanlegt að þeir sem vilji sýna stjórn Saddams Husseins hollustu fram í rauðan dauðann muni í lokaátökunum gera meira af því að beita óbreyttum borgurum fyrir sig sem skjöldum.

Washington. AFP.