Lisa Marie Presley segir frá því í viðtali að Nicolas Cage , fyrrverandi eiginmaður hennar, hafi fleygt trúlofunarhring hennar í sjóinn í miðju rifrildi þeirra. Hringurinn kostaði jafnvirði nærri 50 milljóna króna.
Lisa Marie Presley segir frá því í viðtali að Nicolas Cage , fyrrverandi eiginmaður hennar, hafi fleygt trúlofunarhring hennar í sjóinn í miðju rifrildi þeirra. Hringurinn kostaði jafnvirði nærri 50 milljóna króna. "Þú skalt útvega kafara á stundinni," segist Lisa Marie hafa hrópað.

Hún segir að í kjölfarið hafi Cage keypt handa henni enn stærri og dýrari hring og þau létu síðan pússa sig saman á Hawaii skömmu síðar. Þau voru hins vegar aðeins gift í þrjá mánuði og skildu á síðasta ári.

Lisa Marie, sem er 35 ára dóttir Elvis og Priscillu Presley, ræðir einnig um hjónaband sitt og Michaels Jacksons . "Ég laðast ekki að því sem eðlilegt er. Ég er undarleg," segir hún.

Cage segist enn sakna fyrrverandi eiginkonu sinnar. "Hún náði mér niður á jörðina. Ég sakna hennar á hverjum degi," sagði hann í viðtali við bandaríska sjónvarpsstöð...Lesendur bresks tímarits hafa valið söngvarann Justin Timberlake kynþokkafyllsta karlmann í heimi. Hrindir hann þar með knattspyrnumanninum David Beckham af stalli en Beckham hreppti þennan titil á síðasta ári.

Það er breska kvennablaðið Marie Claire sem stendur fyrir þessari könnun. Timberlake, sem eitt sinn var kærasti söngkonunnar Britney Spears , fékk atkvæði 51% þeirra sem tóku þátt í könnuninni. Þátttakendurnir nefndu einkum útlit hans, danskunnáttu og stæltan skrokk.