BÍLL var hengdur upp í rjáfur í Vetrargarði Smáralindar í Kópavogi í gær. Á hann að hanga þar meðan sýningin Meiri Volkswagen stendur yfir um helgina. Bíllinn vegur 1.250 kg og hangir í járnvírum sem þola 6 tonna þunga.
BÍLL var hengdur upp í rjáfur í Vetrargarði Smáralindar í Kópavogi í gær. Á hann að hanga þar meðan sýningin Meiri Volkswagen stendur yfir um helgina. Bíllinn vegur 1.250 kg og hangir í járnvírum sem þola 6 tonna þunga.

Auk bílasýningar verður hljómsveitin Í svörtum fötum á ferðinni um helgina og rafmagnsbílar úr Húsdýragarðinum verða á ferðinni og bjóða smáfólkinu far. Einnig geta gestir kynnt sér þýðingu öryggisbeltanna í veltibílnum.