Í fyrrinótt var Bobcat-smágröfu rænt frá fyrirtæki nálægt Laugardalnum í Reykjavík. Grafan var síðan notuð til að velta bíl og vinnuskúr í Laugardal. Þá var einnig skemmt hlið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.
Í fyrrinótt var Bobcat-smágröfu rænt frá fyrirtæki nálægt Laugardalnum í Reykjavík. Grafan var síðan notuð til að velta bíl og vinnuskúr í Laugardal. Þá var einnig skemmt hlið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Grafan var skilin eftir skammt frá þar sem skemmdarverkin voru unnin. Málið er í rannsókn hjá lögreglu.