Sigurbjörn Jónsson
Sigurbjörn Jónsson
MAÐUR lést eftir árekstur á Vesturlandsvegi síðdegis á laugardag. Slysið varð með þeim hætti að tveir fólksbílar, sem komu úr gagnstæðri átt, rákust saman. Tvennt var í öðrum bílnum og voru þau flutt á sjúkrahús til aðhlynningar.
MAÐUR lést eftir árekstur á Vesturlandsvegi síðdegis á laugardag. Slysið varð með þeim hætti að tveir fólksbílar, sem komu úr gagnstæðri átt, rákust saman. Tvennt var í öðrum bílnum og voru þau flutt á sjúkrahús til aðhlynningar. Þau slösuðust ekki alvarlega. Ökumaður hins bílsins lést á sjúkrahúsi skömmu eftir slysið. Hann hét Sigurbjörn Jónsson. Sigurbjörn var 79 ára gamall til heimilis á Vallarbraut 3 á Akranesi. Sigurbjörn skilur eftir sig tvö uppkomin börn.

Þetta er þriðja banaslysið í umferðinni á fjórum dögum.