MEÐ tvöföldum sigri Williamsliðsins annað mótið í röð á aðeins átta dögum hefur keppnin um heimsmeistaratitil bílsmiða galopnast. Sömuleiðis er aukin spenna hlaupin í stigakeppni ökuþóra.
MEÐ tvöföldum sigri Williamsliðsins annað mótið í röð á aðeins átta dögum hefur keppnin um heimsmeistaratitil bílsmiða galopnast. Sömuleiðis er aukin spenna hlaupin í stigakeppni ökuþóra. Ferrariliðið hefur nú aðeins þriggja stiga forskot á Williams í keppni bílsmiða, 103:100, eftir kappaksturinn í Magny Cours í gær. Hefur Williams verið á mikilli siglingu, hlotið 65 af 72 stigum mögulegum í síðustu fjórum mótum en Ferrari 39 á sama tíma og því dregið hratt saman með þeim. Í þriðja sæti er svo McLaren með 85 stig, þar af aðeins 22 í síðustu fjórum mótum, en liðið missti Ferrari fram úr sér í kanadíska kappakstrinum í Montreal og Williams í síðasta móti, fyrir viku í Nürburgring í Þýskalandi. Með því að komast fram úr Kimi Räikkönen eftir síðasta þjónustustoppið af þremur í gær jók Michael Schumacher forystu sína á hann í stigakeppninni um heimsmeistaratitil ökuþóra í átta stig úr sjö, 64:56.

Með 28 stig af 30 mögulegum í síðustu þremur mótum hefur Ralf Schumacher svo dregið mjög á forystumennina tvo og er nú aðeins þremur stigum á eftir Räikkönen, 56:53. Og aðeins munar 11 stigum á þeim bræðrum. Eftir eru sex mót svo margt getur breyst á þeim tíma í titilbaráttunni. Sömuleiðis sígur Juan Pablo Montoya á - hefur unnið 32 stig í síðustu fjórum mótum - en hann hefur nú 47 stig