Arnfríður Guðmundsdóttir
Arnfríður Guðmundsdóttir
DR. ARNFRÍÐUR Guðmundsdóttir hefur verið ráðin í lektorsstöðu í samstæðilegri guðfræði með sérstakri áherslu á kvennaguðfræði við guðfræðideild Háskóla Íslands frá 1. júlí síðastliðnum og er hún fyrsta konan til að hljóta fasta stöðu við deildina.
DR. ARNFRÍÐUR Guðmundsdóttir hefur verið ráðin í lektorsstöðu í samstæðilegri guðfræði með sérstakri áherslu á kvennaguðfræði við guðfræðideild Háskóla Íslands frá 1. júlí síðastliðnum og er hún fyrsta konan til að hljóta fasta stöðu við deildina.

Um leið og hún hlaut fastráðningu við deildina fluttist hún í stöðu dósents skv. framgangskerfi Háskólans.

Arnfríður er fædd á Siglufirði 12. janúar 1961, dóttir hjónanna Guðmundar Jónassonar búfræðings og Margrétar Maríu Jónsdóttur afgreiðslukonu. Hún lauk stúdentsprófi frá MS 1981 og embættiprófi í guðfræði frá HÍ í október 1986. Hún tók prestsvígslu í febrúar 1987 og starfaði um skeið sem aðstoðarprestur í Garðaprestakalli. Hún hélt síðar sama ár til framhaldsnáms í Bandaríkjunum. Var hún við University of Iowa 1987-89, The University of Chicago 1989-90 og The Lutheran School of Theology at Chicago 1990-96. Lauk hún doktorsprófi frá síðastnefnda skólanum í janúar 1996 með ritgerðinni Meeting God on the Cross. An Evaluation of Feminist Contributions to Christology in Light of a Theology of the Cross. Var hún fyrst íslenskra kvenna til að ljúka doktorsprófi í guðfræði. Sama ár var hún ráðin stundakennari við guðfræðideild HÍ og í tímabundna lektorsstöðu frá 1. janúar 2000.

Dr. Arnfríður er gift sr. Gunnari Rúnari Matthíassyni sjúkrahúspresti og eiga þau tvö börn.