QAQORTOQ, Grænlandi. Föstudagur, 4. júlí. Hróksfélagar og fylgdarlið fóru í siglingu um nágrenni Qaqortoq eftir að skákhátíðinni lauk.
QAQORTOQ, Grænlandi. Föstudagur, 4. júlí. Hróksfélagar og fylgdarlið fóru í siglingu um nágrenni Qaqortoq eftir að skákhátíðinni lauk. Komið var við í 180 manna smábyggðinni Eqalugaarsuit, þar sem lífið gengur enn fyrir sig samkvæmt gamalli grænlenskri hefð. Fjölskyldan lifir á því sem karlinn á heimilinu veiðir, en konan er heima að gæta bús og barna. Þegar hópurinn bjóst til brottfarar komu krakkarnir niður á bryggju og kvöddu með sólskinsbrosi.