* SIMON Davies, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham Hotspurs í knattspyrnu, hefur beðið Glenn Hoddle knattspyrnustjóra um að vera settur á sölulista. Vitað er að Manchester United og Liverpool hafa áhuga á að fá Davies til liðs við sig.
* SIMON Davies, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham Hotspurs í knattspyrnu, hefur beðið Glenn Hoddle knattspyrnustjóra um að vera settur á sölulista. Vitað er að Manchester United og Liverpool hafa áhuga á að fá Davies til liðs við sig. Velski landsliðmaðurinn er metinn á rúman milljarð ísl. króna.

* DAÐI Árnason , varnarmaður Þróttar í knattspyrnu, er meiddur. Daði teygði krossband og óvíst er hve lengi hann verður frá keppni.

* PETER Handyside verður að öllum líkindum fyrsti leikmaðurinn sem Guðjón Þórðarson, knattspyrnustjóri Barnsley, fær til liðs við sig. Handyside var fyrirliði hjá Guðjóni í Stoke City en leikmaðurinn er samningslaus og því þarf Barnsley ekki að borga Stoke City verði af hugsanlegum kaupum.

* PHILLIP Price frá Wales sigraði í gær á golfmóti sem fram fór í Dyflinni á Írlandi . Mótið er liður í Evrópsku mótaröðinni. Price sigraði með aðeins einu höggi en í öðru sætu voru þeir Alastair Forsyth frá Skotlandi og Mark McNulty frá Zimbabwe . Price lék á 16 höggum undir pari.

* HEFÐI hinum 49 ára gamla Mark McNulty frá Zimbabwe tekist að sigra hefði hann orðið elsti kylfingurinn frá upphafi til að sigra í móti á Evrópsku mótaröðinni.

* WANDERLEY Luxemburgo, fyrrum landsliðsþjálfari Brasilíu í knattspyrnu, þarf að sitja rúm fimm ár í fangelsi fyrir stórfelld skattsvik. Luxemburgo stýrði liði Brasilíu á HM árið 1998. Þá tapaði liðið fyrir Frökkum í úrslitaleik.

* KIM Clijsters og Ai Sugiyama sigruðu í tvíliðaleik kvenna á Wimbledon mótinu í tennis. Þær sigruðu Virginiu Ruano Pascual og Paola Suarez 6:4 og 6:4.

* MARTINA Navratilova , jafnaði í gær met Billie Jean King er hún vann sinn tuttugasta sigur á Wimbledon mótinu. Navratilova sigraði í tvenndarleik ásamt Indverjanum Leander Paes . Þau sigruðu Andy Ram og Anastassiu Rodionovu , 6:3 og 6:3. Sigurinn markaði 58. skiptið sem Navratilova sigrar á stórmóti.

* TODD Woodbridge varð Wimbledon meistari í áttunda sinn í tvíliðaleik karla á laugardag. Ástralinn lék með Svíanum Jonasi Bjorkman . Þeir sigruðu Mahesh Bhupathi og Max Mirnyi 3:6 6:3 7:6 og 6:3.

* LIVERPOOL er sagt vera búið að klófesta ástralska knattspyrnukappann Harry Kewell frá Leeds United . Kaupverðið er talið 700 milljónir ísl. króna