Alistair Campbell
Alistair Campbell
FULLTRÚAR breska forsætisráðherrans, Tonys Blairs, báru í gær til baka fréttir breska útvarpsins, BBC , um að afsögn Alistairs Campbells, almannatengslafulltrúa og eins helsta ráðgjafa Blairs, væri væntanleg.

FULLTRÚAR breska forsætisráðherrans, Tonys Blairs, báru í gær til baka fréttir breska útvarpsins, BBC, um að afsögn Alistairs Campbells, almannatengslafulltrúa og eins helsta ráðgjafa Blairs, væri væntanleg. "Þetta er óskhyggja af hálfu BBC," sögðu talsmenn Blairs um frétt Andrews Marrs. "Pólitískur ritstjóri BBC [Marr] hefur ekki rætt við Alistair Campbell um þessi mál," sögðu talsmenn Blairs um frétt Marrs sem birtist í fyrrakvöld. Í frétt Marrs hafði komið fram að Campbell myndi segja af sér vegna dauða Davids Kelly, vopnasérfræðingsins sem framdi sjálfsmorð í síðustu viku. Kelly var heimildarmaður BBC vegna fréttar um að Campbell hefði ýkt hættuna sem stafaði af gereyðingarvopnaeign Íraka svo auðveldara væri að réttlæta árás á landið. Campbell hafði mjög gagnrýnt þennan fréttaflutning BBC.

The Guardian sagði hins vegar í frétt í gær að Blair hefði tekist að telja Campbell á að fara hvergi.

London. AFP.