HELSTA ástæðan fyrir búferlaflutningum hérlendis er aðdráttarafl þéttbýlisins, en hátt fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu heldur aftur af frekari búferlaflutningum. Þetta kemur fram í grein hagfræðinganna Gylfa Zoëga og Mörtu G.

HELSTA ástæðan fyrir búferlaflutningum hérlendis er aðdráttarafl þéttbýlisins, en hátt fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu heldur aftur af frekari búferlaflutningum. Þetta kemur fram í grein hagfræðinganna Gylfa Zoëga og Mörtu G. Skúladóttur sem birtist í nýjasta hefti Fjármálatíðinda.

Þar kemur fram að nálægðin við stóra þéttbýliskjarna valdi því að fólk flytji til höfuðborgarsvæðisins. Í þéttbýli sé fjölbreytileikinn meiri og auðveldara fyrir fólk að fá störf við hæfi. Munur á fasteignaverði sé hins vegar það mikill að það haldi aftur af þróuninni.

Í greininni kemur jafnframt fram að framkvæmdir á Austurlandi muni valda samdrætti annars staðar á landinu og þær geti jafnvel dregið úr framkvæmdum á öðrum svæðum.