Hafdís með stærsta lax sumarsins úr Hítará. Þetta er 15 punda hængur sem hún veiddi í Hagahyl.
Hafdís með stærsta lax sumarsins úr Hítará. Þetta er 15 punda hængur sem hún veiddi í Hagahyl.
EFTIR mikla þurrka og lítið vatn glæddist veiðin í Hítará örlítið við rigningar í vikunni. Hollið sem var í ánni frá 21.-24. júlí veiddi nítján laxa og einn af þeim er stærsti lax sumarsins úr ánni. Hann veiddi Hafdís Guðmundsdóttir í Hagahyl hinn 23.

EFTIR mikla þurrka og lítið vatn glæddist veiðin í Hítará örlítið við rigningar í vikunni. Hollið sem var í ánni frá 21.-24. júlí veiddi nítján laxa og einn af þeim er stærsti lax sumarsins úr ánni. Hann veiddi Hafdís Guðmundsdóttir í Hagahyl hinn 23. júlí á rauða frances-túbu. Laxinn sem var hængur vó 6,6 kg eða 15 pund sé hin gamla vigtunaraðferð veiðimanna notuð. Þetta var jafnframt fyrsti flugulax Hafdísar, en Maríulaxinn veiddi hún á maðk í Hítará fyrir nokkrum árum.

Við rigningarnar hækkaði vatnsborð árinnar og við það færði laxinn sig milli staða og smáskot af nýjum laxi gekk í hana. Síðasta morguninn var hins vegar aftur komin sól og blíða og þá datt veiðin strax niður. Laxinn fékkst um alla á en þeir nýgengnu á svæðinu fyrir neðan Brúarfoss og tíu punda hrygna fékkst í Langadrætti. Auk laxanna setti einn veiðimaður í bleikju með sérkennilegum hætti. Flugan hans kræktist í línu í Húshyl og þegar hann dró hana inn var tæplega fjögurra punda bleikja föst á flugu sem var á hinum enda línunnar og var henni landað eftir nokkurn bardaga.