ÓLAFUR Stefánsson, leikmaður með Magdeburg, sem var útnefndur handknattleiksmaður ársins í Þýskalandi tvö ár í röð, 2001 og 2002, missti nafnbótina besti leikmaður Þýskalands til Christian Schwarzer, Lemgo, sem fékk 77 atkvæði.

ÓLAFUR Stefánsson, leikmaður með Magdeburg, sem var útnefndur handknattleiksmaður ársins í Þýskalandi tvö ár í röð, 2001 og 2002, missti nafnbótina besti leikmaður Þýskalands til Christian Schwarzer, Lemgo, sem fékk 77 atkvæði. Markus Baur, félagi hans hjá Lemgo, var annar með 34 atkvæði og síðan kom Ólafur með 20 atkvæði.

Schwarzer var í efsta sæti hjá 13 þjálfurum og átta fyrirliðum. Ólafur var í fyrsta sæti hjá tveimur þjálfurum, Ross hjá Eisenach og Fitzek hjá Göppingen - og tveimur fyrirliðum, Wolf hjá Grosswallstadt og Köhrmann hjá Wilhelmshavener. Það var handknattleiksblaðið Handball Magazin sem sá um kjörið, en fyrst var útfefnt 1998. Þá varð Daniel Stephan, Lemgo, fyrir valinu, 1999 Kyung-Shin Yoon, Gummersbach, 2000 Magnus Wislander, Kiel og Ólafur síðan tvö ár í röð.