Orri Hlöðversson bæjarstjóri í Hveragerði tekur fyrstu skóflustunguna.
Orri Hlöðversson bæjarstjóri í Hveragerði tekur fyrstu skóflustunguna.
ORRI Hlöðversson, bæjarstjóri í Hveragerði, tók nýverið fyrstu skóflustunguna að nýrri skrifstofu- og verslunarmiðstöð að Sunnumörk 2 í Hveragerði. Húsið er hannað af teiknistofunni Vektor í Kópavogi. SS-verktaki (Sveinbjörn Sigurðsson ehf.

ORRI Hlöðversson, bæjarstjóri í Hveragerði, tók nýverið fyrstu skóflustunguna að nýrri skrifstofu- og verslunarmiðstöð að Sunnumörk 2 í Hveragerði. Húsið er hannað af teiknistofunni Vektor í Kópavogi. SS-verktaki (Sveinbjörn Sigurðsson ehf.) er framkvæmdaraðilinn en stofnað hefur verið einkahlutafélag um verkefnið sem ber nafnið Sunnumörk ehf.

Fulltrúar Hveragerðisbæjar hafa verið virkir í hönnunar- og markaðssetningarferlinu. Kynning verkefnisins hefur gengið vel og hefur meirihluta þjónusturýmisins í húsinu verið ráðstafað. Heildarstærð hússins er um 4.200 fermetrar. Þeir aðilar sem hafa skuldbundið sig með viljayfirlýsingu til að koma inn í húsið eru Hveragerðisbær sem fær 800 fermetra undir bæjarskrifstofur og bæjarbókasafn. Europris verður í vesturenda hússins með um 950 fermetra. Í suðurenda verður Hús blómanna ehf. með um 640 fermetra. Nú standa yfir viðræður við smærri rekstraraðila sem sýnt hafa málinu áhuga. Áætlað er að fyrsti hluti hússins verði tekinn í notkun hinn 17. júní 2004.