GEIRMUNDUR Valtýsson, tónlistargoðsögn með meiru, stendur enn sæmilega á sölulistanum, fellur að vísu niður um tvö sæti úr því 16. í 18.
GEIRMUNDUR Valtýsson, tónlistargoðsögn með meiru, stendur enn sæmilega á sölulistanum, fellur að vísu niður um tvö sæti úr því 16. í 18. Platan hefur verið á lista í sjö vikur en þetta er fyrsta harmónikkuplata af þessari stærð sem litið hefur dagsins ljós hér á landi í háa herrans tíð. Geirmundur er auðvitað alltaf sjálfum sér líkur og engu minna fimur á nikku en hljómborðið góða. Hann matreiðir mörg sín þekktustu lög í nikkubúning, auk þess sem hann spilar nokkra þekkta "standarda" eins og Tico Tico. Sveiflukóngurinn skagfirski svíkur ekki aðdáendur sína frekar en fyrri daginn.