Bertrand Romanet er franskur bridshöfundur sem hefur ritað feita bók um þvingun, þar sem hann sundurgreinir hin ýmsu afbrigði, bæði algeng og sjaldgæf. Hann var sjálfur í hlutverki sagnhafa þegar þetta spil kom upp: Vestur gefur; NS á hættu.

Bertrand Romanet er franskur bridshöfundur sem hefur ritað feita bók um þvingun, þar sem hann sundurgreinir hin ýmsu afbrigði, bæði algeng og sjaldgæf. Hann var sjálfur í hlutverki sagnhafa þegar þetta spil kom upp:

Vestur gefur; NS á hættu.

Norður
ÁG93
ÁK2
D7
9754

Vestur Austur
K102 D8764
G106 D983
G 952
ÁKD1083 G

Suður
5
754
ÁK108643
62

Vestur Norður Austur Suður
1 lauf Dobl 1 spaði 3 tíglar
3 spaðar Dobl Pass 4 tíglar
Pass 5 tíglar Allir pass

Vestur tók tvo slagi á ÁK í laufi og spilaði drottningunni í þriðja slag, sem Romanet trompaði og hugsaði framhaldið. Honum datt fyrst í hug að taka ÁK í hjarta og renna trompunum. Þá kæmi upp tvöföld þvingun ef austur væri einn um að valda hjartað. Romanet missti þó áhuga á þeirri leið þegar hann spilaði tígli á drottninguna og sá gosann frá vestri. Ef austur átti þrjú tromp, gat hann varla hafa byrjað með fimmlit í hjarta. Romanet hætti því við að taka ÁK í hjarta og spilaði trompi fjórum sinnum. Tók svo spaðaás og stakk spaða og gladdist mjög að sjá tíuna koma frá vestri.

Norður
G9
ÁK
--
9

Vestur Austur
K D8
G106 D98
-- --
10 --

Suður
--
754
108
--

Næstsíðasta trompið leysir úr læðingi óvenjulega þvingun, sem Romanet kallar "tvöfalda verndar- og trompþvingun". Hræðilegt nafn, en nokkuð lýsandi. Vestur þarf augljóslega að halda í hæsta lauf, en spaðakóngurinn er líka ómissandi sem hjálparvald - ef honum er fórnað má trompsvína fyrir drottningu austurs (þess vegna var tían mikilvæg). Segjum því að vestur hendi hjarta. Þá fer laufnían í blindum og austur þvingast í spaða og hjarta. Ef hann hendir spaða, má trompa litinn út, en hendi hann hjarta, tekur sagnhafi ÁK og fær síðasta slaginn á hjartahund heima.