Sveinn Pálsson
Sveinn Pálsson
HIÐ íslenska bókmenntafélag boðar til húsþings í Norræna húsinu á þriðjudag kl. 13.15, í samstarfi við Jöklarannsóknafélag Íslands, Jarðfræðafélag Íslands og Félag um átjándu aldar fræði.

HIÐ íslenska bókmenntafélag boðar til húsþings í Norræna húsinu á þriðjudag kl. 13.15, í samstarfi við Jöklarannsóknafélag Íslands, Jarðfræðafélag Íslands og Félag um átjándu aldar fræði. Níu náttúru-, sagn- og bókmenntafræðingar greina frá þáttum í lífi og starfi Sveins Pálssonar en um þessar mundir kemur út á bók hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi ensk þýðing á Jöklariti Sveins Pálssonar náttúrufræðings og læknis (1762-1840).

Sveinn Pálsson læknir bar langt af flestum samtíðarmönnum sínum að andlegu og líkamlegu atgervi. Hann þjónaði í áratugi sem héraðslæknir frá Selvogi austur á Skeiðarársand og fór í vitjanir allt austur á Djúpavog og vestur á Seltjarnarnes því að slíkt orð fór af læknislist hans. Hafa svaðilfarir og barátta Sveins við jökulvötn Suðurlands orðið skáldum yrkisefni. Er það eitt undrunarefni að hann lifði af allar ferðir sínar á þeim slóðum. Húsþinginu stjórnar Sveinbjörn Björnsson, fyrrverandi háskólarektor.