Háskólinn og Seðlabankinn undirrita samning um að Seðlabankinn greiði kostnað af stöðu í peningahagfræði. Á myndinni eru, frá hægri, Páll Skúlason háskólarektor, Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri, Ágúst Einarsson, forseti viðskipta- og hagfræðide
Háskólinn og Seðlabankinn undirrita samning um að Seðlabankinn greiði kostnað af stöðu í peningahagfræði. Á myndinni eru, frá hægri, Páll Skúlason háskólarektor, Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri, Ágúst Einarsson, forseti viðskipta- og hagfræðide — Morgunblaðið/Jim Smart
SEÐLABANKI Íslands mun greiða kostnað af stöðu kennara í peningahagfræði við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands á árunum 2004 til 2007, samkvæmt samningi sem Háskólinn og Seðlabankinn hafa undirritað.
SEÐLABANKI Íslands mun greiða kostnað af stöðu kennara í peningahagfræði við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands á árunum 2004 til 2007, samkvæmt samningi sem Háskólinn og Seðlabankinn hafa undirritað. Sá sem ráðinn verður í starfið mun sinna kennslu og rannsóknum og kynna rannsóknir sínar opinberlega.

Í fréttatilkynningu sem Háskólinn sendi frá sér vegna samningsins segir að Seðlabankinn stuðli með þessu að aukinni þekkingu þeirra sem útskrifast úr viðskipta- og hagfræðideild á hlutverki og áhrifum peningastefnu og bættri þjóðfélagslegri umræðu um hana. Samningurinn sé gerður í tilefni af 100 ára afmæli heimastjórnar og 50 ára afmæli Fjármálatíðinda.

Í tikynningunni segir að háskólakennarinn muni sinna kennslu og rannsóknum á sviði peningahagfræði. Meðal annars sé átt við hlutverk seðlabanka í hagstjórn, stjórntæki hans, miðlun aðgerða hans um fjármálakerfið og áhrif á hagkerfið og samspil við aðra hagstjórn. Einnig sé átt við gengismál og alþjóðleg peningamál. Æskilegt sé að háskólakennarinn geti í einhverjum mæli sinnt rannsóknum á sögu peningamála á Íslandi.

Sá sem verði ráðinn í starfið muni kynna rannsóknir sínar opinberlega, meðal annars í málstofum í Seðlabankanum og í útgáfum á hans vegum.

Starfið verður auglýst eigi síðar en 1. apríl næstkomandi og verður ráðið í það til þriggja ára frá 1. ágúst í ár.