Atriði úr annarri myndinni um Köngulóarmanninn sem kemur í júlí.
Atriði úr annarri myndinni um Köngulóarmanninn sem kemur í júlí.
HAFINN er undirbúningur að gerð þriðju myndarinnar um Köngulóarmanninn og það áður en önnur myndin er frumsýnd. Gert er ráð fyrir að þriðja myndin verði frumsýnd árið 2006 eða 2007, að því er kvikmyndaritið Variety fullyrðir.
HAFINN er undirbúningur að gerð þriðju myndarinnar um Köngulóarmanninn og það áður en önnur myndin er frumsýnd.

Gert er ráð fyrir að þriðja myndin verði frumsýnd árið 2006 eða 2007, að því er kvikmyndaritið Variety fullyrðir.

Fyrsta myndin sló hvert aðsóknar- og tekjumetið á fætur öðru er hún var frumsýnd sumarið 2002. Fyrstu þrjá dagna eftir frumsýningu halaði myndin inn 115 milljónir dala, meira en nokkur mynd fram að því í bandarískri bíósögu, og stendur það met enn. Tekjur af myndinni voru í heild 800 milljónir dala og er hún sjöunda tekjuhæsta kvikmynd áratugarins á eftir Hringadróttins-þríleiknum , Harry Potter-myndunum tveimur og Leitinni að Nemó .

Önnur myndin um Köngulóarmanninn verður frumsýnd í júlí á þessu ári og er sögð kost 200 milljónir dala.

Ekki hefur enn verið ráðið í hlutverk eða hver mun leikstýra þriðju myndinni en Tobey Maguire leikur Köngulóarmanninn í fyrstu tveimur myndunum sem Sam Raimi leikstýrði .