"Það þótti tíðindum sæta er til þess spurðist að verslunin Gullfoss hér í bæ ætlaði að efna til tískusýningar," sagði á kvennasíðu Morgunblaðsins 13. mars 1935, en þremur dögum áður hafði fyrsta íslenska tískusýningin verið haldin á Hótel Borg. Á
"Það þótti tíðindum sæta er til þess spurðist að verslunin Gullfoss hér í bæ ætlaði að efna til tískusýningar," sagði á kvennasíðu Morgunblaðsins 13. mars 1935, en þremur dögum áður hafði fyrsta íslenska tískusýningin verið haldin á Hótel Borg. Á
1912 RAÐAÐ EFTIR FÖÐURNAFNI Í grein í Ísafold 13. mars 1912 er því mótmælt að í niðurjöfnunarskrá (útsvarsskrá) fyrir Reykjavík hafi verið reynt "að koma á þeim stórhneykslisviðrinishætti að raða nöfnum manna eftir föðurnafni þeirra.

1912

ártal>RAÐAÐ EFTIR

FÖÐURNAFNI

Í grein í Ísafold 13. mars 1912 er því mótmælt að í niðurjöfnunarskrá (útsvarsskrá) fyrir Reykjavík hafi verið reynt "að koma á þeim stórhneykslisviðrinishætti að raða nöfnum manna eftir föðurnafni þeirra. Öllum mönnum, körlum og konum, hverju nafni sem heita, er þá haugað saman í eina dembu við stafinn sem föðurnafn þeirra byrjar á". Sagt var að nýlunda þessi væri sprottin upp á pósthúsinu. "Hér mun raunar vera um að tefla hádanskt apaspil eða útlent, sem kemur fram meðal annars í því að sníða burt úr stafrófi voru það sem er ólíkt eða óalgengt í öðrum norrænum stafrófum. Þegar Þ-ið er horfið verður að leita að Ara Þorgilssyni í t-unum. Ja, þvílík framför!"

1928

ártal>ÞREYTTUR

ÞINGMAÐUR

"Þingmaður Vestur-Húnvetninga vekur enn á sér eftirtekt með nýstárlegum hætti," sagði Ísafold 13. mars 1928. "Á næturfundinum aðfaranótt þess 1. mars sótti þingmanninn svefn svo mikill að hann féll fram á borðið og sofnaði. Tók hann síðan að hrjóta svo hátt að hrotur heyrðust að forseta. Hringdi forseti bjöllunni til þess að vekja þingmanninn. Er þetta bar eigi tilætlaðan árangur sendi forseti þingskrifara einn sem æfður er í hnefaleik og skipaði honum með nokkrum þunga að stjaka við þingmanninum svo hann vaknaði. Tókst skrifara að inna það verk af hendi."

1937

ártal>KNETTIR MEÐ

FJAÐRADÚSK

"Yngsta íþróttin sem iðkuð er hér á landi að nokkru verulegu leyti er án efa knattleikur sem nefnist badminton," sagði á íþróttasíðu Morgunblaðsins 13. mars 1937. "Íþrótt þessi fluttist hingað til lands fyrir þremur árum með tveimur af áhugasamari íþróttamönnum okkar Reykvíkinga, þeim Jóni Kaldal og Jóni Jóhannessyni. Höfðu þeir báðir numið þessa íþrótt í Danmörku er þeir dvöldu þar samtímis." Haft var eftir Jóni að þetta væri knattleikur er svipaði til tennisleiks. "Knettirnir eru þó talsvert frábrugðnir að því leyti að á þeim er fjaðradúskur. Knötturinn er sleginn með strengdum spaða, áþekkum tennisspaða." Sagt var að íþróttin væri fólgin í því að leika knettinum á milli sín yfir net eftir sérstökum reglum. Iðkendur voru á þessum tíma taldir vera milli tuttugu og þrjátíu.

1948

ártal>VINSÆL SAGA

BIRT Á PRENTI

"Sagan af Hjalta litla er nú komin út í bókarformi," sagði Vísir 13. mars 1948. "Þegar höfundur bókarinnar, Stefán Jónsson kennari, las söguna af Hjalta í barnatímum Ríkisútvarpsins í vetur naut hún svo mikillar hylli að jafnt ungir sem gamlir lögðu hlustirnar við og hlýddu á söguna með vaxandi eftirtekt til enda. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem íslensk framhaldssaga hefur verið lesin upp í útvarpið áður en hún birtist á prenti." Stefán kenndi við Austurbæjarskóla í áratugi og er meðal annars þekktur fyrir vísur um Ara og Gutta.

1974

ártal>OG EINNIG

HINUM MEGIN

"Enda þótt aldurinn sé farinn að færast yfir hann lék hann á als oddi í afmælinu," sagði Morgunblaðið 13. mars 1974 í frétt um 85 ára afmæli Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar daginn áður. Þessi meistari íslenskrar tungu hafði í tilefni dagsins verið kjörinn heiðursdoktor við Háskóla Íslands. Um kvöldið komu blysfarar að heimili skáldsins, sem ávarpaði þá með þessum orðum: "Ég þakka ykkur öllum innilega fyrir þann heiður sem mér hefur verið sýndur og ég óska ykkur alls hins besta á öllum ykkar leiðum - og einnig hinum megin." Blaðið sagði að Þórbergur hefði kvatt komumenn "með því að hneigja sig að austurlenskum sið, en gerði síðan krossmark yfir aðdáendur sína".

1984

ártal>UNDAN

OG OFAN

AF KVÓTANUM

Í Sandkorni DV 13. mars 1984, á fyrsta kvótaárinu, sagði að útgerðarmenn hefðu fengið senda tilkynningu um kvóta sinn í bréfi frá sjávarútvegsráðuneytinu og að það hefði verið á safaríku og hnitmiðuðu máli, eins og tíðkaðist um sendingar til óbreyttra. Upphaf bréfins var svohljóðandi: "Með tilvísun til laga nr. 81 31. maí 1976 um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands með áorðnum breytingum og reglugerðar nr. 44 8. febrúar 1984 um stjórnun botnfiskveiða 1984, veitir ráðuneytið leyfi til þess að veiða á ofangreindu fiskiskipi eftirgreint aflahámark neðangreindra botnfisktegunda."

JÓNAS RAGNARSSON TÓK SAMAN