NORAH Jones hefur alveg brætt hjörtu okkar rétt eins og sólin bræðir smjörið. Nýja plata hennar Feels Like Home situr sem fastast á toppi Tónlistans, þriðju vikuna í röð og ber sem fyrr höfuð og herðar yfir aðra titla á listanum.
NORAH Jones hefur alveg brætt hjörtu okkar rétt eins og sólin bræðir smjörið. Nýja plata hennar Feels Like Home situr sem fastast á toppi Tónlistans, þriðju vikuna í röð og ber sem fyrr höfuð og herðar yfir aðra titla á listanum. Platan hefur selst í á annað þúsund eintökum hér heima en vestanhafs hefur hún einnig vermt toppsætið síðan hún kom út fyrir þremur vikum og er búin að seljast þar í 1,7 milljónum eintaka. Ekki nóg með það heldur hefur gamla platan hennar Come Away With Me tekið vænan kipp í sölu samhliða útkomu þeirrar nýju og er ofarlega bæði á íslenska Tónlistanum (nr. 4) og á bandaríska Billboard-listanum (nr. 32).