KB banki hefur ákveðið að lækka vexti verðtryggðra inn- og útlána um 0,10-0,15%. Vextir óverðtryggðra sparireikninga lækka auk þess um 0,10%.

KB banki hefur ákveðið að lækka vexti verðtryggðra inn- og útlána um 0,10-0,15%. Vextir óverðtryggðra sparireikninga lækka auk þess um 0,10%. Einnig var ákveðið að hækka vexti Lífeyrisbókar og Framtíðarbókar, að því er fram kemur í tilkynningu frá bankanum.

Kjörvextir verðtryggðra skuldabréfalána lækka t.d. um 0,10 prósentustig. Þannig lækka kjörvextir verðtryggðra skuldabréfa úr 5,60% í 5,50%.

Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að frá því í nóvember 2001 hafi hann lækkað verðtryggða útlánsvexti um 2,25 prósentustig en verðtryggða innlánsvexti um 2,00% prósentustig að jafnaði. Á sama tíma hefur ávöxtunarkrafa 25 ára húsbréfa lækkað úr 5,88% í 4,40% eða um 1,48 prósentustig.