Stórsöngvarinn Jón Kr. verður í Borgarsveiflu í kvöld.
Stórsöngvarinn Jón Kr. verður í Borgarsveiflu í kvöld.
STÓRSÖNGVARINN Jón Kr. Ólafsson frá Bíldudal er staddur í höfuðstaðnum og mun nota tækifærið til að syngja fyrir fólkið á mölinni. Hann mun eiga stefnumót við André Bachmann og félaga á Hótel Borg í kvöld og taka með þeim nokkur létt lög.

STÓRSÖNGVARINN Jón Kr. Ólafsson frá Bíldudal er staddur í höfuðstaðnum og mun nota tækifærið til að syngja fyrir fólkið á mölinni.

Hann mun eiga stefnumót við André Bachmann og félaga á Hótel Borg í kvöld og taka með þeim nokkur létt lög.

Ugglaust fá að fylgja með vel valin lög af plötunni sem Jón Kr. sendi frá sér fyrir jólin síðustu og heitir Haustlauf. Og má búast við að fleiri fái að fljóta með af plötunni sem André Bachmann stóð að baki og kom einnig út fyrir jólin síðustu, Betri tímar.