ÞRETTÁN ára undrabarnið frá Noregi, Magnus Carlsen, sigraði Nikola Sedlak, stórmeistara frá Serbíu, í sjöttu umferð Reykjavíkurskákmótsins í gærkvöld. Skáksnillingurinn ungi er nú með fjóra vinninga.

ÞRETTÁN ára undrabarnið frá Noregi, Magnus Carlsen, sigraði Nikola Sedlak, stórmeistara frá Serbíu, í sjöttu umferð Reykjavíkurskákmótsins í gærkvöld. Skáksnillingurinn ungi er nú með fjóra vinninga.

Rússinn Alexey Dreew sigraði Svíann Tiger Hillarp Persson og er þar með einn efstur á mótinu með fimm vinninga. Þá sigraði Dagur Arngrímsson breska skákmeistarann Miles Ardaman.

Þeir Helgi Ólafsson, Þröstur Þórhallsson, Stefán Kristjánsson og Hannes Hlífar Stefánsson eru efstir af Íslendingunum með 3,5 vinninga hver.

Ekki er teflt á mótinu í dag en sjöunda umferð fer fram á sunnudag.