Hlýlegum orðum var beint til Ara Teitssonar, fráfarandi formanns bændasamtakanna, í boði þingflokks Framsóknar- flokksins fyrir fulltrúa á Búnaðarþingi. Sagði hann þetta minna á jarðarför, en bað þingmenn duga vel í ákveðnum málum.

Hlýlegum orðum var beint til Ara Teitssonar, fráfarandi formanns bændasamtakanna, í boði þingflokks Framsóknar- flokksins fyrir fulltrúa á Búnaðarþingi. Sagði hann þetta minna á jarðarför, en bað þingmenn duga vel í ákveðnum málum. Jón ráðherra Kristjánsson orti:

Ari vill okkur brýna

alla félaga sína.

Það ansi er frekt

og óvenjulegt

einkum við jarðarför sína.

Helgi Zimsen var ekkert alltof kátur þegar hann vaknaði í morgunsárið:

Vekjarasvínið viðbjóðslega rýtur.

Vargurinn rafmagnsknúinn

drauginn lítur,

rís hann við dogg og skrapatóli

skýtur

skrækjandi beint í vegg sem

klukku brýtur.

pebl@mbl.is