MIKIÐ var. Mikið var að landinn tók við sér og fór að gefa þessu írska séníi nægan gaum.

MIKIÐ var. Mikið var að landinn tók við sér og fór að gefa þessu írska séníi nægan gaum. Og ekki seinna vænna því hann er á leiðinni til landsins, heldur tónleika á Nasa á föstudaginn kemur, tónleika sem hljóta að teljast með merkari tónlistarviðburðum ársins. Enda seldust miðar upp á einum degi.

Platan O, sem kemur nú í fyrsta sinn inn á topp 30 á Tónlistann, var að margra mati ein sú allra besta sem kom út á síðasta ári (kom reyndar fyrst út 2002 í heimalandinu) og það sem meira er, hún er með langlífari plötum, dvelur lengur í geislaspilaranum en flestar aðrar, slík er seiðmögnun Damien Rice.