*http://logan.simnet.is/ "Ég hjólaði til vinnu í morgun í blíðskaparveðri með harmakvæði Brimklóar um Nínu og Geira í eyrunum.

*http://logan.simnet.is/

"Ég hjólaði til vinnu í morgun í blíðskaparveðri með harmakvæði Brimklóar um Nínu og Geira í eyrunum. Eins og venjulega klökknaði ég undir lokin þegar Geiri snýr aftur heim í sveitina til að ganga að eiga Nínu en er of seinn því Nína hefur valið vin hans, Jón. Quelle Damage.

Þess má til gamans geta að í upphaflegri útgáfu lagsins eftir Conway Twitty hét Nína Joni, Geiri var Jimmy en vinurinn Jón hét bara John. Og hana nú." 24. mars 11.51

*http://acl.heida.klaki.net/dagbok/

"Þrátt fyrir frekar lin hné, mikla syfju og almennt slen er heilsan á blússandi uppleið og litla tröllínan komin aftur í skólann sinn. Mikið er ég fegin.Týndi sonurinn er óðum að gerast varanlega týndur, enda er dótið hans óðum að týnast líka (sagði ég ekki að það væri lööööv?) ... það er að verða eitthvað tómlegt í kotinu. ;) Spurning hvað maður á að gera við herbergið - ég er ekki alveg viss um að ég treysti mér til að taka sénsinn á að þurfa að aðlagast nýrri manneskju einmitt í próflestrinum. Sjá til býst ég við, kannski yrði ég bara klikkuð af því að hanga ein yfir bókunum í 6 vikur. Já, það verður víst ekki á allt kosið í þessu lífi..." 24. mars 9.24

*http://tinytota.blogspot.com/

"Var við jarðarför í dag. Fjölmenni, veðrið fallegt, athöfnin falleg.

Svona dagar kenna manni að meta meir það sem manni hefur hlotnast - þessa hluti sem eru svo hverdagslegir að manni hættir til að taka þá sem sjálfsagða.

Megi nóttin verða ykkur svefnsöm og góð." 25. mars 0.59