Bjarney Anna Bjarnadóttir, nemi í MR Hvað er í tísku núna? Eiginlega bara allt. Gallabuxur eru náttúrulega alltaf í tísku, núna eru það Levi's strákabuxur fyrir stelpur en þröngu buxurnar eru aðeins að víkja. Svo eru íþróttaskór alltaf í tísku.

Bjarney Anna

Bjarnadóttir, nemi í MR

Hvað er í tísku núna? Eiginlega bara allt. Gallabuxur eru náttúrulega alltaf í tísku, núna eru það Levi's strákabuxur fyrir stelpur en þröngu buxurnar eru aðeins að víkja. Svo eru íþróttaskór alltaf í tísku. Bara allt sem er þægilegt.

Hvar kaupirðu helst föt? Dogma er uppáhaldsbúðin mín, Levi's búðin er fín, Zara kemur líka sterk inn og maður getur líka alltaf fundið eitthvað í NTC-búðunum. (Sautján, Deres o.fl.)

Hvað eyðirðu miklu í föt á mánuði? Úff, ég veit það ekki. Stundum nánast engu en síðan fer ég til útlanda og þá versla ég frá mér allt vit, vil þá eiginlega ekki vita það.

Erum við Íslendingar tískufrík? Já, pottþétt, það er hægt að koma öllu í tísku hérna. Við erum ótrúlega auðunnin, ef búðirnar vilja koma einhverju í tísku.

Hvað finnst þér flott sem er í gangi núna? Bolir með áletrunum, gallabuxur og strigaskór. Stuttir leðurjakkar eru líka töff.

Finnst þér eitthvað ljótt? Já, buxur með reimum á hliðunum, það bara gengur ekki.