SPÆNSKA innanríkisráðuneytið greindi frá því í gær, að yfirvöld hefðu handtekið fimm menn, þ. á m. þrjáNorður-Afríkubúa, til viðbótar í tengslum við hryðjuverkið í Madríd 11. mars.

SPÆNSKA innanríkisráðuneytið greindi frá því í gær, að yfirvöld hefðu handtekið fimm menn, þ. á m. þrjáNorður-Afríkubúa, til viðbótar í tengslum við hryðjuverkið í Madríd 11. mars.

Þá eru alls átján manns í haldi lögreglu í tengslum við sprengjutilræði í fjórum farþegalestum sem kostuðu 190 manns lífið. Í frétt spænsku fréttastofunnar EFE segir að þrír mannanna hafi verið handteknir eftir umfangsmikla leit lögreglu í Madríd og nágrenni, en ekki var sagt hvenær.

Þá greindu þýskir fjölmiðlar frá því í gær, að þrír mannanna, sem handteknir voru á Spáni, hefðu áður verið búsettir í Þýskalandi.