*ROMAN Abramovich eigandi enska knattspyrnusliðsins Chelsea þarf að greiða Claudio Ranieri allt að milljarði ísl. kr. verði samningi knattspyrnustjórans sagt upp í sumar en Ranieri er með samning við félagið til ársins 2007.

*ROMAN Abramovich eigandi enska knattspyrnusliðsins Chelsea þarf að greiða Claudio Ranieri allt að milljarði ísl. kr. verði samningi knattspyrnustjórans sagt upp í sumar en Ranieri er með samning við félagið til ársins 2007.

*Fréttir þess efnis að Ranieri verði sagt upp störfum í lok leiktíðarinnar hafa verið áberandi í enskum fjölmiðlum allt frá því að Abramovich eignaðist meirihluta í félaginu sl. sumar.

*Í samningi þeim sem Ranieri gerði við Chelsea fyrir tveimur árum samdi hann um 6,3 millj. kr. í laun á viku, eða um 330 millj. kr. á ári og að auki samdi Ranieri um starfslokagreiðslu upp á um 990 milj. kr. verði honum sagt upp störfum áður en samningur hans rennur út.