Full af þokka - sú allra fyllsta að mati lesenda FHM.
Full af þokka - sú allra fyllsta að mati lesenda FHM. — Reuters
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
SÖNGKONAN Britney Spears var valin kynþokkafyllsta konan af karlatímaritinu FHM, sem velur árlega 100 kynþokkafyllstu konur heims.

SÖNGKONAN Britney Spears var valin kynþokkafyllsta konan af karlatímaritinu FHM, sem velur árlega 100 kynþokkafyllstu konur heims. Í fyrra vann Bond-stúlkan Halle Berry þennan eftirsótta titil, en þar áður hafði Jennifer Lopez vermt efsta sætið, en hún er nú í 7. sæti. Milljónir lesenda blaðsins um allan heim taka þátt í að velja konurnar á listann.

"Það er ánægjulegt að sjá Britney Spears efsta á listanum. Hún var mikið í sviðsljósinu á síðasta ári og ekki alltaf til fyrirmyndar, en hún er þrátt fyrir allt kynþokkafull kona," sagði David Davies, ritstjóri FHM.

S Club 7-söngkonan Rachel Stevens hafnaði í öðru sæti eins og í fyrra og á hæla hennar kom Beyonce Knowles. Á listann komust einnig stjörnur á borð við Carmen Electra og Holly Valance.

Poppstjarnan Jordan, sem var í 25. sæti á listanum í fyrra, er nú í 8. sæti. Angelina Jolie og Elisha Cuthbert fylgdu fast á eftir Jordan í 9. og 10. sæti.