KONA sem lögreglan í Árnessýslu handtók vegna rannsóknar, sölu og dreifingar fíkniefna í umdæminu og var úrskurðuð í gæsluvarðhald sl. sunnudag var látin laus í gær.

KONA sem lögreglan í Árnessýslu handtók vegna rannsóknar, sölu og dreifingar fíkniefna í umdæminu og var úrskurðuð í gæsluvarðhald sl. sunnudag var látin laus í gær. Fjórir karlmenn voru einnig handteknir vegna málsins en þeim var sleppt að loknum yfirheyrslum.

Lögreglan á Selfossi handtók fjóra karla og eina konu vegna rannsóknar sem tengist gruni um sölu og dreifingu fíkniefna í umdæminu. Þremur körlum var sleppt að loknum yfirheyrslum á föstudag. Ekki þótti það þjóna hagsmunum rannsóknarinnar að fara fram á áframhaldandi gæslu yfir konunni. Leitað var í nokkrum húsum vegna rannsóknar málsins. Lagt var hald á nokkurt magn af hassi og lítilræði af amfetamíni.