Verk eftir Ragnar Kjartansson
Verk eftir Ragnar Kjartansson
RAGNAR Kjartansson opnar sýningu á verki sínu í GUK+ á morgun kl. 14 í Ártúni 3 á Selfossi, en kl. 15 í Udhus - Kirkebakken 1, 4320 Lejre, Danmörku og Küche - Schönhausenstrasse 64, 28203 Bremen í Þýskalandi.

RAGNAR Kjartansson opnar sýningu á verki sínu í GUK+ á morgun kl. 14 í Ártúni 3 á Selfossi, en kl. 15 í Udhus - Kirkebakken 1, 4320 Lejre, Danmörku og Küche - Schönhausenstrasse 64, 28203 Bremen í Þýskalandi. Einnig þar sem Hlynur Hallsson er með fartölvuna sína.

Verkið sem Ragnar sýnir heitir "Minnisvarði um ást". Ragnar útskrifaðist frá málunardeild Listaháskólans árið 2001 og síðan hefur ferill hans einkennst af tilraunamennsku. Hann hefur m.a. starfað sem myndlistarmaður og tónlistarmaður.

Hann hefur unnið með það form ýmist einn eða í samstarfi við fleiri. Myndbandsverk hans hafa ýmist staðið ein eða verið hluti innsetninga. Hann hefur einnig sýnt teikningar og málverk. Sjá meira á: this.is/rassi og síðar á simnet.is/guk.