Listasafn Reykjavíkur Fjórum sýningum lýkur í Listasafni Reykjavíkur á sunnudag. Í Ásmundarsafni lýkur sýningu Erlings Klingenberg í Píramídanum. Sýningin er annar hluti af þremur í sýningaröðinni Píramídarnir.

Listasafn Reykjavíkur

Fjórum sýningum lýkur í Listasafni Reykjavíkur á sunnudag.

Í Ásmundarsafni lýkur sýningu Erlings Klingenberg í Píramídanum. Sýningin er annar hluti af þremur í sýningaröðinni Píramídarnir.

Þriðji og síðasti listamaðurinn til sýna í Píramídunum er Guðný Guðmundsdóttir en sýning hennar verður opnuð 7. apríl. Ásmundarsafn er opið daglega kl. 13-16

Á Kjarvalsstöðum lýkur samsýningu Ragnhildar Stefánsdóttur, Önnu Eyjólfsdóttur og Þórdísar Öldu Sigurðardóttur á þrívíðum verkum. Einnig lýkur einkasýningu Alistairs Macintyres, Veran í deginum. Kjarvalsstaðir eru opnir daglega frá kl. 10-17.

Einn aðgangseyrir gildir samdægurs í hús Listasafns Reykjavíkur; Hafnarhús, Kjarvalsstaði og Ásmundarsafn.