Búið er að gera bráðabirgðaviðgerð á stíflumannvirkjum á Læk í Dýrafirði, sem brustu í leysingaveðri fyrir hálfum mánuði, og er rafmagn aftur komið á bæinn. Zófonías F.

Búið er að gera bráðabirgðaviðgerð á stíflumannvirkjum á Læk í Dýrafirði, sem brustu í leysingaveðri fyrir hálfum mánuði, og er rafmagn aftur komið á bæinn. Zófonías F. Þorvaldsson, bóndi á Læk, ætlar að ráðast í varanlega viðgerð í sumar þegar lítið vatn verður í ánni. Í samtali við Bæjarins besta á Ísafirði segir hann ekki búið að ákveða hvernig stíflan verði endurbyggð en telur kostnað liggja frá hálfri til einnar og hálfrar milljónar króna eftir því hvaða leið verði farin. Viðlagatrygging bætir ekki skaðann.

Zófonías segir tjónið minna en virtist í fyrstu. "Þetta leit illa út þegar maður vissi ekki nákvæmlega hvað hafði skemmst mikið en tjónið hefði getað orðið umtalsvert meira."