Laugardaginn 20. mars var haldið Framhaldsskólamótið í brids eftir nokkurra ára hlé. 6 sveitir frá fjórum skólum tóku þátt í mótinu. Spiluð var sveitakeppni, 8 spila leikir, allir við alla.
Sveitin Böðvar frá Menntaskólanum við Sund sigraði með nokkrum yfirburðum. Í sveitinni spiluðu Þorvaldur Guðjónsson, Ívar B. Júlíusson, Magnús B. Bragason og Grímur F. Kristinsson.
Lokastaðan:
Sv. Böðvar/ MS 112
MK 87
Boyfriends/ MK 86
MH 2 65
FSu 56
MH 1 30
Undankeppnin hefst í dag
Undankeppni Íslandsmótsins í sveitakeppni hefst í dag kl. 13 með fundi fyrirliða en spilamennskan hefst kl. 14.Að þessu sinni er spilað í fjórum riðlum um 12 sæti í úrslitum. Þrír leikir verða spilaðir í dag, fjórir á morog tveir á sunnudag.
Spilað er í Síðumúla 35 og 37. Keppnisstjórar eru Björgvin Már Kristinsson og Eiríkur Hjaltason. Stefanía Skarphéðinsdóttir framkvæmdastjóri Bridssambandsins verður mótsstjóri.
Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna
Mánudaginn 21. mars var spilað fyrsta kvöldið í þriggja kvölda hraðsveitakeppni. Þátttaka hefur jafnan verið meiri í vetur, en að þessu sinni skráðu 9 sveitir sig til leiks. Spiluð voru 32 spil, 4 spil milli sveita og eftirtaldar sveitir náðu besta skorinu, meðalskor 576:Vinir640
Jón Stefánsson606
Sigurður596
Sveitin við sundin592
Esjugrund580
Annað spilakvöldið í þessari keppni fer fram mánudaginn 28. mars.
Gullsmárabrids
Bridsdeild FEBK Gullsmára spilaði tvímenning á fjórtán borðum mánudaginn 22. marz. Miðlungur 264. Beztum árangri náðu:NS
Heiður Gestsd. - Þórdís Sólmundard. 304
Díana Kristjánsdóttir - Ari Þórðarson 303
Dóra Friðleifsdóttir - Jón Stefánsson 301
Auðunn Bergsveinsson - Viðar Jónss. 298
AV
Oddur Jónss. - Sigurjón H. Sigurjónss. 314
Guðjón Ottósson - Guðm. Guðveigss. 305
Valdimar Lárusson - Einar Elíasson 300
Viggó M. Sigurðss. - Þórhallur Árnas. 287
Bifrestingar efstir hjá Bridsfélagi Borgarfjarðar
MÁNUDAGINN 22. mars lauk loksins sveitakeppni félagsins. Bifrestingar leiddu mótið frá upphafi og þótt þeir gæfu heldur eftir í lokin var sigurinn aldrei í raunverulegri hættu. Þeir sem spiluðu fyrir Bifröst voru Hlynur Angantýsson, Hörður Gunnarsson, Ásgeir Ásgeirsson og Ómar Ómarsson en þeir nutu jafnframt stuðnings Ragnheiðar, Ólafar og Ingimundar Bifrastarnema. Þetta er í fyrsta sinn sem Bifrestingar taka þátt í starfi Bridsfélags Borgarfjarðar og er óskandi að þeir verði reglulegir gestir í framtíðinni.Annað sætið kom í hlut Kristjáns Axelssonar í Bakkakoti en með honum spiluðu Örn Einarsson í Miðgarði og þeir Varmlendingar Flemming Jessen og Guðmundur Þorsteinsson. Keppnin um þriðja sætið er búin að vera hörð undanfarin kvöld. Sveit Svanhildar Hall hefur setið það sæti frá upphafi en bæði sveitir Steina á Hömrum og Halldóru í Reykholti hafa verið að snudda í nágrenninu. Þrátt fyrir staðfastan ásetning Svanhildar að gefa sætið ekki eftir fór það svo síðasta kvöldið að sveit Halldóru skoraði 45 stig og það réð Svanhildur ekki við og gaf eftir sætið. Í sveit Halldóru Þorvaldsdóttur spila auk hennar Unnur Jónsdóttir í Deildartungu, Lárus Pétursson og Sveinbjörn Eyjólfsson á Hvanneyri og Guðrún Sigurðardóttir á Lundum. Lokastaðan var þessi:
Sveit Bifrestinga 362
Sveit Kristjáns356
Sveit Halldóru309
Sveit Svanhildar306
Sveit Þorsteins267
Bridsfélag Kópavogs
Hróðmar og Bernódus hafa komið sér þægilega fyrir á toppnum og það verður ekki auðvelt að velta þeim úr sessi nk. fimmtudag þegar síðasta tækifærið gefst í þessarri keppni:Staða efstu para:
Bernódus Krist. - Hróðmar Sigurbj. 120.8
Ármann J. Lárusson - Sigurður /
Jón Páll Sigurjónss. 111.1
Freyja Sveinsdóttir - Sigríður Möller 104.3
Georg Sverrisson - Ragnar Jónsson 102.5
Magnús Aspel. - Steingrímur Jónass. 102.5
Hæstu skor fengu:
NS:
Guðlaugur Bessas. - Hafþór Kristjánss. 243
Ragnar Jónsson - Georg Sverrisson 227
Magnús Aspel. - Steingrímur Jónass. 224
AV:
Bernódus Krist. - Hróðmar Sigurbj. 270
Ármann J. Láruss. - Sigurður Sigurj. 258
Garðar Jónss. - Loftur Þór Pétursson 232
Bridsfélag Suðurnesja
Annað kvöldið af þremur var spilað á mánudaginn. Úrslit:Gunnar Guðbjss.- Randver Ragnarss. 98
Skúli Sigurðss.- Jón Egilss.96
Arnór Ragnarss.- Óli Þór Kjartanss.91
Garðar Garðarss.- Kristján Kristjánss.91
Eftir 2 kvöld standa þessir best:
Arnór og félagar 183
Garðar - Kristján 174
Karl - Dagur - Guðjón 169
Síðasta mánudag kom þetta spil upp: Norður: ÁK83/-/ÁKD10862/Á8 og suður: D6/KG9652/973/K3. Skúli Sigurðsson og Jón Egilsson sýndu hvernig á að melda og þáðu topp fyrir: 1T - 1H - 2S - 3T (9+) - 4NT - 5L - 5NT - 6H - 7T.