MEÐALVELTA með markflokka skuldabréfa hefur verið 6,7 milljarðar króna á dag það sem af er marzmánuði. Þetta er mesta velta, sem verið hefur á markaðnum frá upphafi, að því er fram kemur í Morgunkorni Íslandsbanka.
MEÐALVELTA með markflokka skuldabréfa hefur verið 6,7 milljarðar króna á dag það sem af er marzmánuði. Þetta er mesta velta, sem verið hefur á markaðnum frá upphafi, að því er fram kemur í Morgunkorni Íslandsbanka. Þannig hefur veltan numið 120 milljörðum það sem af er mánuðinum og er hún þegar orðin fimmtungi meiri en í september sl. Meðalvelta síðustu tólf mánaða nemur um 80 milljörðum og hefur tvöfaldazt á milli ára.