FJÖGUR íslensk knattspyrnulið taka þátt í Canela-bikarnum, æfingamóti sem Úrval-Útsýn stendur fyrir á La Manga á Spáni í næstu viku. Það eru FH, Valur, Fylkir og Fram sem eru með að þessu sinni og er leikið dagana 29. mars, 31. mars og 2. apríl.

FJÖGUR íslensk knattspyrnulið taka þátt í Canela-bikarnum, æfingamóti sem Úrval-Útsýn stendur fyrir á La Manga á Spáni í næstu viku. Það eru FH, Valur, Fylkir og Fram sem eru með að þessu sinni og er leikið dagana 29. mars, 31. mars og 2. apríl.

Á mánudag leika FH - Valur og Fylkir - Fram.

KR-ingar unnu mótið í fyrra, sigruðu Fylki 3:2 í úrslitaleiknum.