Sigurður Jónsson tannlæknir og píanóleikari orti þegar kona í tannlæknastólnum sagði að munnvatn sitt hefði lekið niður fyrir nafla:
Víða þarf ég atvinnu að afla,
einhvers staðar verð ég hana að fá.
En ef ég leita niður fyrir nafla,
nóg er komið, bezt að hætta þá.
Sigurður orti á tónleikum í Salnum:
Í heilagri ritningu sjálfri má sjá
söguna' um Jónas í hvalnum.
Af mun meiri áhuga hlusta ég á
allt annan Jónas í Salnum.
Sigurður fékk slæman hálsríg og sagði við vin sinn, mikinn sjálfstæðismann:
Ég finn fyrir vöðvagigt vægri,
þótt vanur sé hreyfingu nægri.
Hugsaðu þér
hver hörmung það er
að þola' ekki' að horfa til hægri.
pebl@mbl.is